Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 9:00 á Akranesi.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson, Rósa Marinósdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.

 

     Dagskrá.

 

1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.

Fundargerð frá 6. september 2023 lögð fram og samþykkt.

 

2. Fjárlög fyrir árið 2024 https://www.stjornarradid.is/fjarlog-fyrir-arid-2024/

Fjallað um fjárlög fyrir árið 2024. Meðal annars kom fram að í heild hækka framlög til HVE frá rekstri ársins 2022 um 2%, úr 7.075 í 7.213 eða um sem nemur 138 m.kr. Fjárlög ársins í ár nema 6.658 m.kr.

 

3. Niðurstaða öryggisúttektar í Stykkishólmi.

Lögð fram niðurstaða öryggisúttektar í Stykkishólmi vegna framkvæmda á 2. og 3. hæð á vegum byggingafulltrúa, dags. 12. september 2023, vegna Austurgötu 7 Stykkishólmi vegna breytinga á innra skipulagi. Fram kom í niðurstöðu úttektar að 2. og 3. hæð teldust tilbúnar til notkunar.

Athugasemdir er voru gerðar varðandi öryggis- og hollustukröfur, en hvorki handriðshæð né bil milli rimla í stigahúsi eru í samræmi við núgildandi kröfur byggingarreglurgerðar nr. 112/2012 með orðnum breytingum. Leyfishafi mun hafa 90 almanaksdaga til að bregðast við.

Lokaúttekt verður framkvæmt í síðasta lagi 11. mars 2024.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir FSRE hefur verið gert viðvart um athugasemdina samanber úttektina, en það er þeirra að tryggja öryggi hússins.

Unnir er að skipulagi á flutningi í húsnæðið.

 

4. Mannauðsmál.

 

4.1 Heilbrigðisgagnadeildin á Akranesi.

Rætt um málefnið, SES og SÞS munu funda með starfsmönnum heilbrigðisgagnadeildar þann 25. september.

4.2 Starfsánægjukönnun.

SÞS sagði frá því að starfsánægjukönnun færi fram á morgun, 14. september. SÞS mun kynna málið vel fyrir starfsmönnum.

4.3 Sérnámsstöður lækna.

ÞB sagði frá því að í nýrri útgáfu yfirlits um sérnámsstöður lækna komi HVE hvergi fram, þrátt fyrir að unnið hafi verið að því að sértaklega að við gætum tekið t.d. kvensjúkdómalækna og bæklunarlækna.

Þá ræddi ÞB um breytingar sem eru orðnar á skilgreiningum á námi sérnámsgrunnlækna. Fram kom hjá honum að beiðni um 5. sérnámsgrunnlækninn hafi ekki einu sinni verið tekið fyrir.

 

5. Önnur mál

 

5.1 Verkefnið – Gott að eldast.

JFJ kynnti að undirrituð hafi verið viljayfirlýsingu á vegum HVE til þátttöku í þróunarverkefninu „Gott að eldast“ í samstarfi við SSV. Umsókn SSV mun gera ráð fyrir samvinnuverkefni allra sveitarfélaganna á Vesturlandi skv. nánari útfærslu. Sá fyrirvari er gerður að verkefnið rúmist innan fjárheimilda HVE.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.