Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 13. desember 2023 kl. 9:00.

 

Mættir:    Jóhanna F. Jóhannessdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 6. desember 2023 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Gjafir frá Oddfellow

Rebekkustúkan nr. 5 Ásgerður I.O.O.F. færði heilsugæslustöðinni á Akranesi lífsmarkamæli að gjöf þann 8. desember s.l.  Andvirði gjafarinnar eru um 650 þús. kr. 

Forstjóri þakkaði þeim þessa höfðinglegu gjafir og sagði auk þess stuttlega frá góðum gjöfum sem stúkan hefur fært HVE á Akranesi síðustu 10 árin. Hulda Gestsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar tók síðan við og sagði frá lífsmarkamælinum og mikilvægi hans fyrir starfsemina á heilsugæslunni. Boðið var upp á veitingar og að lokum var farið um húsið og hópnum sýnd handlækninga- og kvennadeildin.

 

Þá færði stúkan heilsugæslunni í Borgarnesi nú í sumar lífsmarkamæli og blöðruskanna,  samtals að fjárhæð um 2,2 m.kr..

 

  1. Umbótaáætlun, staða og umræða um verkefni sem tímasett eru í desember

Farið yfir umbótaáætlun, SES fór yfir stöðu málsins.  Rætt var um gæðaverði á starfsstöðvum, þá var umræða um að ráða gæðastjóra fyrir HVE strax á næsta ári.   Fjallað um gæðastaðla, atvikanefnd farveg kvartana og fleira.

Samþykkt að taka 9. 10. og 11. janúar 2024 fyrir vinnu vegna umbótaáætlunar.   

 

  1. Staðan á undirbúningi fyrir komu Silfurtúns til HVE

Rætt um stöðuna á undirbúningi fyrir viðtöku Silfurtúns til HVE þann 1. janúar 2024.

Fjallað var um ástand húsnæðisins.  Þá var umræða um samningamál, fram kom að samningar við flesta starfsmenn væru fyrirliggjandi, eftir á að ganga frá ráðningu hjúkrunarfræðings. 

 

  1. Mannauðsmál

5.1 Heilsugæslustöðin í Ólafsvík

5.2 Opnunartími heilsugæslustöðva á Snæfellsnesi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:55.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.