Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1.  Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 7. febrúar lögð fram og samþykkt.

 

2.  Gæðadagur HVE .

Rætt um gæðadag HVE, sem haldinn er í dag, 14. febrúar.  Farið yfir skipulag og efnistök.

Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður í lok hvers liðar.

Þá var fjallað um nauðsyn þess að HVE ráði til sín gæða- og öryggstjóra.

Samþykkt var að auglýst verði eftir gæða- og öryggisstjóra á hið fyrsta, þannig að viðkomandi hefji störf fyrir sumarið.

Fjallað var um skipun og samsetningu starfsmanna í fyrirhugaðs gæðaráðs hjá HVE.

Umræður voru um gæðamál og gæðavottun.

 

3.  Erindi frá Fagráði HVE.

Tvö erindi sem tekin voru fyrir hjá fagráðinu þann 9. janúar 2024.

Merkingar í gólf.

Lagt fram erindi frá Fagráði HVE vegna beiðna sem ráðinu hafa borist frá starfsfólki slysadeildar, rannsóknadeildar, afgreiðslu og myndgreiningadeildar um merkingar á gönguleiðum innanhúss á HVE-Akranesi.  Fram kom að oft reynist það snúið að senda sjúklinga á eigin ferðum á milli starfsdeilda HVE með munnlegum lýsingum á gönguleiðum.   Lagt er til að helstu gönguleiðir verði merktar með lituðum línum á gólfum.  Þá leggur fagráðið til að ef verkefnið heppnist vel þá verði sama aðferð notuð á öðrum deildarskiptum starfsstöðum HVE, svo sem í Stykkishólmi, Borgarnesi og Hvammstanga.

Þá vísar Fagráðið í samtöl við yfirmann húsnæða og tækja, Halldóri Hallgrímssyni, sem telur verkefnið framkvæmanlegt.

Samþykkt að fela Halldóri að vinna að málinu í samráði við ræstingastjóra.

Verklagsreglur vegna sjúkraflutninga.

Lagt fram erindi Fagráðs vegna beiðni Þórðar Guðnasonar, yfirmanns sjúkraflutninga, um drög að verklagsreglum sjúkraflutningamanna innan HVE.

Það er mat fagráðs að staðfesting stjórnar á samþykktum verklagsreglum myndi bæði bæta þjónustu HVE á öllum sínum starfsstöðum og auka öryggi sjúkraflutningamanna í starfi sínu innanhúss á HVE með skýrum skilgreiningum á þeirra starfsheimildum.

Rætt um málefnið og hvort stefna skuli að því að móta verklagsreglur sem taki mið af menntunarstigi og reynslu sjúkraflutningamanna.

Fram kom hjá HG að nú væri til skoðunar að ráða sjúkraflutningamann með framhaldsmenntun inn á slysadeild HVE á vaktir aðra hverja helgi. Þar eru til verklagsreglur vegna starfa sjúkraliða sem heimfærðar verða gagnavart sjúkraflutningamönnum.

Þá kom fram hjá SES að nú væri verið að vinna að sameiginlegum verklagsreglum fyrir sjúkraflutningamenn á landsvísu.

Samþykkt að SES svari Fagráðinu.

 

4.  Mannauðsmál.

 a.  Moodup – Nýjustu niðurstöður sem kynntar hafa verið.

SÞS fór yfr nýjustu niðurstöður moodup könnunarinnar sem fram fór í janúar.  Fram kom að 280      starfsmenn svöruðu af þeim 420 starfsmönnum sem fengu könnunina, í heild var þátttakan því 67%.

Þá fengust 50 ábendingar frá starfsmönnum, fram kom hjá SÞS að öllum hafi verið svarað, þá er hann búinn að funda með ákveðnum deildum og starfsstöðvum, mun kynna sérstaklega og funda á öllum stöðum.

Samþykkt að samið verði við Moodup áfram.

 b.  Kompás – fræðslu og þekkingarvefur.

SÞS ræddi um hvort HVE ætti að tengjast kompás sem er fræðslu- og þekkingarvefur um miðlun hagnýtra upplýsinga.  Á vefnum er m.a. verkfærakista þar sem hægt er að fá aðgang að yfir þrjú þúsund verkfærum, svo sem leiðbeiningum, handbókum, gátlistum, eyðublöðum, myndbönd, verkferlum, vinnulýsingum og fleira.

Samþykkt að SÞS setji sig í samband við aðrar heilbrigðistofnanir sem nota kerfið og í framhaldi af því verður það metið hvort taka skulu upp aðgang fyrir ákveðinn fjölda.

c.  Virk.

Fram kom hjá SÞS að hann eigi fljótlega fund með VIRK um mögulegar aðkomu að störfum starfsmanna til endurhæfingar hjá HVE.

d.  Félagsráðgjafi í Borgarnesi.

SÞS sagði frá því að hann hafi átt fund með læknum og yfirhjúkrunarfræðingi í Borgarnesi vegna óskar þeirra um félagsráðgjafa.

Rætt um málefnið.

e.  Handleiðsla starfsmanna.

Rætt um handleiðslu fyrir starfsmenn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.