Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 8. janúar lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Rætt um fjármál og rekstur.  Þann 13. janúar barst erindi frá heilbrigðisráðuneytinu að búið sé að millifæra til HVE fyrir árið 2024, 47,5 m.kr. á sjúkrasvið og 50 m.kr. á hjúkrunarsvið til að koma til móts við hallarekstur stofnunarinnar. Einnig eru komnar inn einhverjar viðbótar launabætur vegna þeirra samninga sem voru gerðir á árinu en von er á frekari launabótum vegna samninga sem gerðir voru á árinu.

 

  1. Innleiðingarhópur HVE vegna samninga LÍ.

Skipaður hefur verið innleiðingarhópur HVE vegna samninga Læknafélags Íslands og fjármálaráðuneytis.

Eftirtaldir hafa verið skipaðir í hópinn:

  • Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdstjóri fjármála.
  • Björn Gunnarsson, yfirlæknir svæfingadeildar.
  • Indriði Einar Reynisson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Borgarnesi.
  • Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.
  • Þórgunnur Stefánsdóttir, launafulltrúi.

Fyrsti fundur nefndarinnar verður föstudaginn 17. janúar n.k.   Niðurstöður innleiðingarhóps skulu liggja fyrir þann 15. febrúar n.k.

Þá kom fram að stýrihópur hefur verið skipaður á vegum samningsaðila, formaður hópsins er Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, Steinunn Þórðardóttir formaður LÍ og Halldóra Friðjónsdóttir varaformaður samninganefndar ríkisins. Þá hefur heilbrigðisráðuneytið skipað verkefnistjóra fyrir verkefnið, sem er Fríða Björk Leifsdóttir.

Málþing verður tengt læknadögum þann 23. janúar n.k. um betri vinnutíma.  SES og ÁÁ munu stefna að því að sækja fundinn.

 

  1. Atvikanefnd HVE

 

Fjallað um atvikanefnd HVE, hlutverk hennar og helstu áherslur fyrir árið 2025.

Eftirtaldir eru skipaðir í nefndina:

  • Garðar Jónsson, gæðastjóri.
  • Hulda Gestsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
  • Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.

Hlutverk nefndarinnar er að tryggja markvissa skráningu og meðhöndlun  atvika, ábendinga og kvartana sem upp koma og nýta til umbóta í þjónustunni og stuðla  að auknu öryggi sjúklinga og starfsmanna.

Nefndin skal leggja áherslu á að skráðum atvikum, ábendingum og kvörtunum sé fylgt markvisst eftir, án óeðlilegrar tafar, samkvæmt verklagsreglu. Nefndin hefur jafnframt forgöngu um samskipti við sjúklinga og aðstandendur þegar það á við en vísar annars málum beint til yfirmanna eininga/starfsstöðva til meðhöndlunar og úrvinnslu samkvæmt verklagsreglu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45.

Ásgeir Á ritaði fundargerð.