Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson, Rósa Marinósdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.
Fundargerð frá 8. nóvember 2023 lögð fram og samþykkt.
- Rekstraráætlun og endurskoðun stefnuskjals.
Rætt um rekstraráætlun og endurskoðun stefnuskjals. Þá var rætt lítilega yfir ástand húsnæðis Silfurtúns í Búðardal í tengslum við „yfirtöku“ HVE þar.
Farið yfir stefnuskjal – stefnumiðaða áætlun til næstu þriggja ára.
Umræða var um viðverustefnu HVE, samþykkt að skoða málið frekar.
- Skipan nefndar um stafræna skráningu og upplýsingaöryggi.
Lögð fram drög að skipunarbréfi nefndar um starfræna skráningu og upplýsingaöryggi, dags. 15. nóvember 2023.
Drög gera ráð fyrir að hlutverk nefndarinnar verði:
- Framfylgja stefnu HVE varðandi rafræna skráningu og upplýsingaöryggi.
- Hafa eftirlit með skráningu og aðgengi í rafrænum kerfum.
- Hafa samskipti við persónuverndarfulltrúa og embætti landlæknis varðandi rafræna skráningu og upplýsingaöryggi.
Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í nefndina:
- Ágústa Rósa Andrésdóttir, verkefnastjóri skrifstofu
- Birna K. Hallsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri handlækningadeildar
- Fannar Sólbjartsson, deildarstjóri tölvudeildar HVE
- Guðrún Ingimarsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur HVE Akranesi
- Hulda Gestsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á HVE
- Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á HVE
- Þórður Ingólfsson, yfirlæknir heilsugæslustöðvar HVE í Búðardal
Drögin samþykkt, nefndin mun móta hlutverk nefndarinnar. SES mun boða fyrsta fund.
- Framsal valds.
JFJ fjallaði um og lagði fram yfirlýsingu forstjóra um framsal valds samkvæmt 50. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Færa þarf framsal valds til framkvæmdastjóra lækninga, Sigurðs E. Sigurðssonar og framkvæmdastjóra hjúkrunar, Huldu Gestsdóttur.
- Samstarfsverkefnið Gott að eldast.
Rætt um samstarfsverkefnið Gott að eldast.
JFJ og HG fóru yfir fund þeirra með fulltrúum Húnaþings vestra um samvinnu á þessu sviði. Þá mun RM vinna að þessu verkefni hér á Vesturlandi með SSV og HVE.
Verkefninu verður bætt inn í Stefnuskjalið.
- Mannauðsmál.
a) Könnun á styttingu vinnuvikunnar á heilsugæslu á Snæfellsnesi.
Rætt um könnun á styttingu vinnuvikunnar. SÞS fór yfir uppsetningu spurninga fyrir könnunina. Verður send til starfsmanna í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi.
b) Jólaglaðningur til starfsmanna, framhald umræðu.
Önnur mál
Klukkan 11 kom Þorvaldur Hjaltason til fundar til að upplýsa um stöðu verkefnis við skráningu lækningatækja.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:15
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.