Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 16. október 2024.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 9. október 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Rætt um fjármál og rekstur. ÁÁ fór yfir stöðu mála er snúa að útkomuspá og áætlun næsta árs, fram kom að fundur verður með HBR þann 30. október 2024 vegna fjármála. JFJ fór yfir helstu stærðir og orsakir á halla ár eftir ár frá 2018.
Farið yfir fjölda skurðaðgerða sem skila HVE sértekjum. Nú eru komnar 179 kvensjúkdómaaðgerðir en stefnt er að 230 slíkum aðgerðum á árinu. Fjöldi liðskiptaaðgerða eru nú 182 hné og 99 mjaðmir, samtals 281 aðgerðir, en stefnt var að 430 aðgerðum á árinu.
- Samningur samþætta heimaþjónustu við Húnaþing vestra, lagt fram.
Lagður fram samningur á milli HVE og Húnaþings vestra sem undirritaður var þann 11. október 2024 af JFJ og Unni Valborgu Hilmarsdóttur.
Samtals munu þetta verða 3 starfsmenn í ca. 1,3 stöðugildum sem flytjast yfir til HVE vegna þessa verkefnis. HVE mun taka að sér rekstur heimastuðnings fyrir aldraða á grundvelli VII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélagsins. Fyrir þessa þjónustu greiðir Húnaþing vestra ákveðna upphæð á ári.
Heildarfjöldi notenda í heimahjúkrun, og eða heimastuðning er nú 30 talsins, þar af eru 20 sem eru 80 ára og eldri. Samþætt heimaþjónusta sinnir ekki þrifum í heimahúsi fyrir fólk sem ekki er metið í þörf fyrir aðra heimaþjónustu. Í slíkum tilvikum er fólki bent á að kaupa þrifaþjónustu af einkaaðilum.
Samningurinn tekur gildi frá 1. janúar 2025 og gildir til 31. desember 2027.
- Samningar um samstarf á sviði endurhæfingar.
Lögð fram drög að samningi um samstarf á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, Virk og heilsugæslustöðva.
Farið yfir efni samningsins og samþykkt að JFJ sendi fyrirspurn um hvort persónuvernd hafi lagt blessun sína yfir miðlun gagna sem fram kemur í grein 8 í drögum samnings, gögn sem miðla skal.
Fram kom að Elísabet Ósk Jónsdóttir, iðjuþjálfi hefur tekið að sér að vera tengiliður vegna verkefnisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.