Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 17. september 2025 kl. 9:00 á Teams.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 10. september lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
ÁÁ lagði fram og fór yfir rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til júlí ásamt rekstrarspá út árið byggða á rekstri ársins. Þá var farið yfir væntanleg fjárlög. Ítarleg umræða var um vægi nýrra læknasamninga á árinu. Lagt fram yfirlit fjárlaga næsta árs ásamt áherslum í ríkisrekstri.
- Þjónustukönnun.
Rætt um þjónustukannanir. Fram kom að ríkið væri hætt hjá Prósent og hefði tekið upp samstarf við Félagsvísindastofnun. Það liggur þó ekki fyrir hvort hægt verði að sjá þessar kannanir yfir á hverja starfsstöð okkar og þarfnast þetta nánari skoðunar. Samþykkt að taka ár í viðbót hjá Prósent á meðan málefnið verður skoðað betur.
- Gott að eldast, staða verkefnisins.
JFJ lagði fram minnispunkta frá fundum sem haldnir voru 10. og 16. september og fjallaði um málefnið. Umræða var um málefnið í heild.
Nú hafa orðið ákveðin kaflaskil í verkefninu Gott að eldast í samstarfi HVE og SSV á Vesturlandi og var af því tilefni boðað til tveggja funda nú í september með verkefnisstjórn og tengiliðum á Akranesi og Borgarnesi þar sem þeim var þakkað fyrir góð störf. Á fundunum var jafnframt farið yfir næstu skref verkefnisins.
Verkefnastjórn SSV og HVE hefur starfað frá því í janúar 2024. Ráðnir voru tveir innleiðingarstjórar svæða/verkefnastjórar, einn frá sveitarfélögum í SSV og annar frá HVE. Haustið 2024 voru skipaðir tengiliðir sem sátu samráðsfundi á undirbúningsstigi. Frá HVE voru þetta Ragnheiður Helgadóttir og Oddný Eva Böðvarsdóttir. Tengiliðirnir hafa m.a. skoðað notkun þjónustunnar, breytingar, húsnæði, kosti og ókosti. Í maí 2024 hófst undirbúningur að MÓMA mats teymi. Þetta teymi mun taka við og fara yfir beiðnir og meta þörf fyrir á heimahjúkrun og heimaþjónustu.
Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir MÓMA teymi og verklag þess.
Ein gátt er að koma hjá Ísland.is á næstu vikum, beðið verður þangað til tenging kemur– beiðnir fara síðan á tvo staði eftir því hvaða þjónustu er verið að óska eftir.
Heimaendurhæfing hefur verið í undirbúningi og fór á skrið í apríl 2025.
- SSV tekur erindið fyrir til samþykktar í næstu viku.
Umræða hefur verið um búnað til fjarvöktunar/ fjarþjónustu en það er á bið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.