Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 9:00.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 10. janúar 2024 lögð fram og samþykkt.

 

2. Rekstraráætlun og fjárlög 2024.

Fjallað um rekstaráætlun og fjárlög árið 2024.

Í heild sinni gerir endurskoðuð áætlun nú ráð fyrir um 176,7 m.kr. halla.

Rætt var um rekstur og þjónustu almennt.

Áætlun var send fimmtudaginn 11. janúar s.l. Ekki hafa fengist viðbrögð frá ráðuneyti síðan þá. Þá hefur ekki verið tryggt að halli síðasta árs fáist bættur.

 

Rætt var um tækjabúnað og fjárfestingar, á síðustu fjórum árum hafa verið keypt lækningatæki fyrir 361 m.kr. 75,6 m.kr. árið 2020, 46,3 árið 2021, 119,8 m.kr árið 2022 og 119,8 árið 2023. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir um 46,7 m.kr. á þessu ári, nú þegar hefur verið pantaður búnaður fyrir um 20 m.kr.

 

3. Silfurtún, samningur um húsaleigu o.fl.

Rætt um Silfurtún, fram kom að búið væri að ganga frá samningi um leigu húsnæðis. Dalabyggð mun laga mest aðkallandi lagfæringar samanber fylgirit leigusamnings um ástand húsnæðis, í samráði við deildarstjóra húnsnæðis og tækja hér hjá HVE.

HG sagði frá samningi við yfirhjúkrunarfræðing og fjallað almennt um mannhald og starfsemi.

Fram kom hjá henni að starfið gengi nokkuð vel fram að þessu, þó er þörf á að bæta mannahaldið.

 

4. Daglegt stöðumat vegna vanda Landspítala með rými fyrir sjúklinga.

SES fjallaði um stöðumat vegna vanda Landspítala, fram kom að ráðuneytið væri orðið milliliður á milli stofnana á landsbyggðinni gagnvart Landspítala um möguleg laus pláss og hvað varðar að flytja sjúklinga út á land. Segir að þróunin sé helst sú að landsbyggðin geri átak í að taka sjúklinga sem tilheyri þeirra svæði, eins og raunar hefur verið gert varðandi HVE árum saman.

Nú er send dagleg skýrsla til ráðuneytis um stöðuna á hverjum stað fyrir sig.

 

Fram kom hjá HG að fundur framkvæmdastjóra hjúkrunar verði á morgun, föstudag, „Flæði er æði“.

Rætt almennt um málefnið.

Stærsta ástæða þessa „fráflæðisvanda“ á Landspítala er sú að fjöldi hjúkrunarrýma nú eru færri en var árið 2020 á höfuðborgarsvæðinu.

 

Þá fjallaði SES um rúmaskjáborð H

haldinn hjá framkvæmdastjórn, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 9:00.

 

5. Mannauðsmál:

 

a. Mönnun

 

Svæfing, HG sagði frá mönnun svæfingahjúkrunarfræðinga.

SGS sagði að nú væri svæfing og skurðdeild að vinna saman að áætlun deildarinnar hvað varðar mönnunina og þjónustustig.

Nauðsynlegt er að huga að auglýsa eftir starfsmönnum erlendis hið allra fyrsta.

 

Hvammstangi, fram kom hjá HG að hún og SÞS og JFJ fóru til Hvammstanga í gær, miðvikudag, og héldu fundi með starfsmönnum, almenn ánægja var með fundinn. Von er á samantekt fljótlega.

 

b. Stöðugildi í geðheilbrigðisþjónustu.

JFJ sagði frá því að búið væri fara yfir og endurskoða fjölda stöðugilda í geðheilbrigðsþjónustu.

Samtals eru nú 5,4 stöður sálfræðinga og 2,3 stöður í geðteymi. Samtals eru því 7,7 stöður í geðheilbrigðsþjónustu. Nú vantar barnasálfræðing í 100% og auglýsa þarf eftir um 40% stöðu sálfræðings í geðteymið og eftir almennum sálfræðing í um 30% stöðu.

 

c. Fyrning orlofs.

Rætt var um fyrningu orlofs, unnið er að samantekt á stöðunni. Þá þarf að setja upp nánari reglur um uppsöfnun á öllum leyfum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.