Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 18. október 2023 kl. 8:30 um Teams.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður Þór Sigursteinsson og Rósa Marinósdóttir eru í orlofi.
Dagskrá.
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.
Fundargerð frá 12. október 2023 lögð fram og samþykkt.
- Fjárlög og tillögur HRN um skiptingu fjárheimilda milli sjúkrasviða á heilbrigðisstofnunum.
Fjallað um fjárlög og tillögur HRN um skiptingu fjárheimilda milli sjúkrasviða á heilbrigðisstofnunum.
Ráðuneytið hefur óskað eftir rýni hvort ákveðnir framlagðir þættir séu réttir til að ákvarða fjárheimildina.
Fundarmenn sammála um nokkur minnisatriði sem fjalla þarf frekar um:
- Magn göngudeildarþjónustu og fjöldi koma til sérfræðilækna.
- Rúmafjöldi á fæðingadeild, rúm eiga að vera skilgreind bæði fyrir barn og móður.
- Skilgreining fæðingaþjónustu í C1 hjá HVE, hér er fæðingalæknir og svæfingalæknir 24/7.
- Viðmið rannsókna, vantar fjölda beiðna og fjölda rannsókna. Er myndgreining þarna með?
- Þyngd vegna sumarhúsa á frekar heima innan fjármögnunarlíkans vegna heilsugæslu.
- Vantar viðmið um fjölda innlagna, fjölda sjúklinga innan og utan svæðis.
- Staða persónuverndarmála og fundur með persónuverndarfulltrúa HVE
Lagt fram erindi frá persónuverndarfulltrúa HVE, dags. 22. mars 2023 vegna stöðu persónuverndarfulltrúa dags. 29. september 2023 vegna öryggis persónupplýsinga í lyfjaávísanagátt, sekt vegna öryggisveikleika í Heilsuveru, sekt eftir úttekt hjá Sjúkratryggingum Íslands og tillögur að aðgerðum hjá HVE.
Fyrirhugaður er fundur miðvikudaginn 25. október n.k. kl. 9:00 með Jóni Páli Hilmarsyni persónuverndarfulltrúa HVE, lögmanni hjá Pacta.
- Erindi frá líknarmiðstöð Landspítala vegna tengiliðs.
Rætt um erindi frá líknarmiðstöð Landspítala vegna tengiliðs hjá HVE við líknarmiðstöðina.
Fram kom að setja þarf upp teymi starfsmanna vegna málsins, skipað bæði læknum og hjúkrunarfræðingum.
Samþykkt að HG og SES vinni að lausn.
- Erindi frá Landsambandi heilbrigðisstofnana, grein 4 í samþykktum Lh.
Lagt fram erindi frá Lh þar sem óskað er eftir því við framkvæmdastjórnir aðildarfélaga að rýna grein 4. Skoða sérstaklega hvort ástæða sé til að breyta greininni í ljósi þess að kaflar IV og V sem vísað er í hafa verið felldir á brott úr lögum. Þannig er skilyrði til aðildar að félaginu orðið mjög vítt.
Samþykkt að leggja til að heilbrigðisstofnanir sem veita heilbrigðisþjónustu geti sótt um aðild að sambandinu.
- Úrbótaáætlun heilsugæslunnar.
SES fór yfir og lagði fram úrbótaáætlun heilsugæslunnar.
Úrbótaáætlun er samþykkt og verður send til yfirmanna heilsugæslunnar til rýni fyrir fund.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.