Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 19. febrúar 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður Þór Sigursteinsson er í orlofi.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 12. febrúar 2025 lögð fram og samþykkt. Fundargerð frá 5. febrúar verður lögð fram á næsta fundi.
- Húsnæðismál heilsugæslunnar á Akranesi
Lagt fram erindi Anítu Eirar Einarsdóttur frá 13. febrúar 2025 varðandi húsnæðismál heilsugæslunnar.
Rætt um málefnið.
Fundur verður með stjórnendum heilsugæslunnar miðvikudaginn 26. febrúar 2025.
Fram kom hjá JFJ að 5. júlí á síðasta ári var undirrituð af bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, heilbrigðsráðherra og fjármálaráðherra viljayfirlýsing um uppbyggingu stjórnsýsluhúss á Sementsreitnum. Lýsti ríkið yfir áhuga á að leigja þar aðstöðu fyrir stofnanir ríkisins sem eru með aðsetur á Akranesi. Í forsendum verkefnisis verður jafnframt skoðað hvort fýsilegt séð að koma starfsemi heilsugæslunnar fyrir í húsnæði sem reist verður á Sementsreitnum.
JFJ fór yfir skýrslu um skipulag stærri heilsugæslustöðva sem gefin var út af heilbrigðsráðuneytinu árið 2020, þar er farið yfir rýmisþörf miðað við umfang og þjónustu.
Þá fór JFJ yfir erindi sitt til heilbrigðisráðuneytis þar sem óskað er eftir heimild til að hafist verði handa til undirbúnings um að leiga húsnæði undir heilsugæsluna og hafin verði vinna við þarfagreiningu fyrir nýtt húsnæði heilsugæslunnar.
4. Gjaldskrá HVE
Rætt um gjaldskrá HVE.
HG ræðir um nauðsyn þess að setja upp aðgengilega gjaldskrá á vef HVE, en nú tengist gjaldskrárhluti vefs HVE beint á vef sjúkratrygginga.
Samþykkt að fela Aldísi innheimtustjóra og Jóhönnu Árnadóttur deildarstjóra móttöku á Akranesi að setja upp aðgengilega gjaldskrá. Stefnt að því að niðurstaðan liggi fyrir þann 1. apríl.
5. Sumarafleysingar fyrir lækna
SES fór yfir sumarafleysingar lækna og einnig farið yfir stöður sérnámsgrunnlækna nú í sumar.
Þá ræddi hann um að stefna skuli að því að fá sérnámslækni á kvennadeild eins og gert var gagnvart bæklunarsviði. Leggur SES einnig til að sótt verði um heimild til að fá stöðu sérnámsgrunnlækni á slysadeildina á Akranesi sem getur einnig verið ein af þeim sex stöðum lækna sem heimilar eru núna.
Umræða var um kvennadeild og mögulega þjónustu kvenlækna á starfssvæði HVE, athuga þarf með mögulegan samning við Sjúkratrygginga þess vegna.
6. Upplýsingaflæði til stjórnenda HVE
HG ræddi um að stjórnendur hafi kallað eftir frekara upplýsingum til stjórnenda.
Umræða var um málefnið.
Fundi slitið kl. 10:45. JFJ. ritaði fundargerð.