Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 20. ágúst 2025 kl. 9:00.

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.  Sigurður Einar Sigurðsson er í orlofi.

Dagskrá.

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar        

Fundargerð frá 11. júní 2025 lögð fram og samþykkt.

  1. Heimsókn heilbrigðisráðherra 13. ágúst 2025

JFJ fjallaði um heimsókn heilbrigðisráðherra þann 13. ágúst.  Fram kom að fundað hafi verið með ráðherra ásamt embættismönnum frá ráðuneytinu og farið var um skoðunarferð um heilsugæsluna og sjúkrahúsið.  Þá fór ráðherra einnig í Borgarnes, til Ólafsvíkur og til Grundarfjarðar.

  1. Fjármál og rekstur

Lagt fram og fjallað um rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til júní 2025 samanborið við áætlun og fyrra ár.   Rekstur er neikvæður um sem nemur 340 m.kr., eða 7,3% af tekjum.

En þegar tekið er tillit til helstu frávika í fjárveitingum og rekstri þá verður afkoma rekstrar í heild nálægt jafnvægi.  Fyrst skal nefna reiknað áunnið orlof á tímabilinu er um 112 m.kr. hærra nú en það verður í lok ársins eftir frítöku starfsmanna.  Þá eru framlög vegna sjúkraflutninga og viðbót vegna hjúkrunarsviðs ókomnar, samtals að fjárhæð um 60 m.kr. á tímabilinu.  Þá hafa nýir kjarasamningar vegna lækna og hjúkrunarfræðinga aukið launakostnað um 214,5 m.kr. á þessu tíma.  Fram kom að þessir samningar voru gerðir eftir að fjárlög lágu fyrir og því hafa kjarabætur vegna þeirra ekki verið reiknaðar.

  1. Samningur við SÍ um biðlistaaðgerðir, lagt fram

Lagður fram samningur á milli Sjúkratrygginga og HVE um biðlistaaðgerðir á sviði kvensjúkdóma frá 14. júlí 2025.  Heildarfjárhæð samnings nemur 90 millj. kr.   Sjá töflu.

  1. Samstarfsyfirlýsing SSV og HVE, lagt fram

Lögð fram samstarfsyfirlýsing á milli Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi og HVE.  Samstarfið gengur út á að laða að mannauð og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðum valkosti fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Samþykkt að stefnt verði að fundi með öllum sveitarstjórum á svæði HVE í viku 41 (6-10 okt.).  Sveitarfélögin eru 14 talsins á svæðinu.

  1. Úttektarskýrsla viðhaldsvottunar á jafnlaunakerfi HVE, lagt fram

Lögð fram úttektarskýrsla um jafnlaunavottun.  Staðfest niðurstaða úttektar er að jafnlaunakerfi HVE er viðhaldið og innleitt með fullnægjandi hætti.

  1. Upplýsingamiðstöðin og 1700 síminn, tilkynning um breytingar frá 1. sept. 2025

Fram kom að upplýsingamiðstöðin verði eingöngu fyrir bráð erindi sem þurfa úrlausn innan 24 klst., fundarmenn sammála um að þetta sé mikil afturför og raunar ráðist á öfugan enda varðandi þessa þjónustu.  Þetta þýðir algjöra umbyltingu á allri þeirri skipulagningu og kynningarstarfi sem unnið hefur verið hjá HVE en 1700 síminn hefur afgreitt um 60% af þeim erindum sem þeim berast. Umræða var um hvort jafnvel ætti að setja upp sambærilega þjónustu hér.

ÁÁ kallar eftir upplýsingum um fjölda símtala í vaktsíma lækna hjá öllum heilsugæslustöðvum.

  1. Gæðahandbók HVE, Garðar Jónsson gæðastjóri kemur til fundar         

Garðar Jónsson gæðastjóri kom til fundar kl. 10:55 og fjallaði um gæðahandbók HVE.   Þar kom m.a. fram að 370 skjöl verði færð í nýja gæðahandbók, 100 skjöl hafa þegar verið flutt og stefnt er að öll skjöl verði komin yfir þann 24. september n.k.

Farið verður á allar starfstöðvar í næstu viku til að kynna gæðahandbókina.

  1. Gæðaráð HVE

Rætt um formlega stofnun gæðaráðs HVE.

  1. Húsnæðismál

Rætt um húsnæðismál HVE.  Unnið er að samantekt á helstu viðhaldsverkefnum sem liggja fyrir.  Þá var fjallað um þær endurbætur sem er verið að vinna sérstaklega að.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.