Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 21. ágúst 2024 kl. 9:00 á Akranesi.

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson. 

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 12. júní 2024 lögð fram og samþykkt.

  1. Fjármál og rekstur.

Fjallað um fjármál og rekstur.  ÁÁ lagði fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til júní og júlí 2024 ásamt SPÁ um niðurstöðu fyrir árið í heild.

Fram kom að rekstrarniðurstaða í heild væri neikvæð um sem nemur um 258 m.kr. eða 6,2% af tekjum.

ÁÁ fór yfir helstu frávik er valda þessari slæmu stöðu, fyrst má telja að dreifing fjárveitinga þetta tímabil hefði mátt vera jafnara, sérstaklega vegna janúar og febrúar.  Það eitt og sér myndi laga stöðuna um ríflega 119 m.kr.  Þá hafði ráðuneytið sett inn fasta fjárveitingu til liðskipta að fjárhæð 270 m.kr. á ári í stað þess að stofnun innheimti pr. aðgerð eins og verið hefur.  Þannig hefur HVE orðið fyrir tekjumissi að fjárhæð 62 m.kr. á þessu tímabili. Gerður hefur verið munnlegur samningur um fjölgun kvennaðgerða og viðræður eru í gangi við SÍ um greiðslur vegna þeirra.

Sjúkraflutningar hafa lengi verið í umræðunni gagnvart ráðuneyti, en gert er ráð fyrir í líkani að kostnaður vegna þeirra sé mun minni en í raun og veru. Einnig er vanfjármögnun í heimahjúkrun.

Við yfirferð á fjárveitinum kom í ljós að nú nýlega hafði ráðuneytið sett inn lækkun á fjárveitingu á heilsugæslusvið að fjárhæð 70 m.kr. „vegna afstemmingu á landsbyggðarlíkani“.   Með þessari aðgerð er fjárveiting til heilsugæslusviðs 10,8 m.kr. lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir og þurrka út launabætur og fleira.

  1. Samstarfssamningur LSH og HVE um sérnám í bæklunarlækningum og leyfi fyrir fjölgun SGL lækna á HVE Akranesi.

Rætt um samstarfssamning LSH og HVE um sérnám í bæklunarskurðlækningum.  Fram kom að ráðningarsamningur og starfslýsing liggi fyrir.

SÞS sagði frá því að hann hafi verið í samskiptum við mats- og hæfisnefnd og kennsluráð um fjölgun sérnámsgrunnlækna á Akranesi.  Niðurstaðan er sú að HVE verði heimilt að vera með allt að 6 sérnámsgrunnlækna við störf.

Fundi slitið kl. 10:25 og frestað til næsta dags kl. 8:30.  (JFJ og ÁÁ fór á annan fund).

  1. Moodup og Akademias, staðan.

SÞS fór yfir síðustu Moodup skoðunarkönnun og fjallaði um stöðu mála er snúa að innleiðingu á Akademias og Learncove.  Þá kynnti hann lítillega þá þjónustu sem samstarf við Vinnuvernd gengur út á.

  1. Mannauðsmál.

SES ræddi um 50% stöðu deildarlæknis, samþykkt að ÁÁ taki samtal við hann.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.