Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9:00 á Teams.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 8. maí 2024 lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Rætt um fjármál og rekstur.
Erindi barst frá HRN um að HVE hafi fengið „tímabundið“ framlag vegna hjúkrunarrýma að fjárhæð 45,2 m.kr. til að koma til móts við framlög samkvæmt samningum SÍ við einkarekin hjúkrunarheimili.
Fram kom hjá ÁÁ að sem dæmi hafi áætlun ársins verið lokað með niðurskurði sem nam nokkurn vegin þessari fjárhæð, raunar 42,2 m.kr.
Framlag hefur og borist að fjárhæð 50,8 m.kr. vegna heilsugæslusviðs, merkt „raunvöxtur, fjölgun íbúa og öldrun þjóðarinnar.“ Framlagið á að skiptast hlutfallslega í takt við fjárveitingar utan og innan líkans.
Fram kom að sama ætti við hér um niðurskurð í áætlun, var raunar færð niður um sem nam um 80 m.kr.
Þá er staðfest að HVE muni fá framlag að fjárhæð 26 m.kr. af fjáraukalögum vegna endurheimtar og endurreisnar heilbrigðiskerfisins eftir Covid. Ráðuneytið mun óska eftir yfirliti í lok árs hvernig þeim fjárveitingum er ráðstafað hjá stofnunum. Fjárhæðinni verður skipt eftir sviðum.
Rætt um hvernig verja skuli þessum fjármunum. Fram kom að m.a. verið væri að semja við Akademias vegna menntunar og þjálfunar starfsmanna.
Áætlun ársins verður uppfærð í samræmi við þessar fjárveitingar, samtals að fjárhæð 122 m.kr.
- Innleiðing forflokkunar 1700 á HVE – staðan
HG sagði frá því að innleiðingu hafi verið lokið nú í morgun og allar starfsstöðvar hafi nú komið inn í þetta kerfi. HVE er eina stofnunin sem tekið hefur upp kerfið á öllum sínum starfsstöðvum, aðrar stofnanir hafa aðeins tekið þetta upp á stærstu starfsstöðvum sínum.
- Undirbúningur vegna sérnámslæknis í bæklunarskurðlækningum
SES fjallaði almennt um sérnámsgrunnlækna hjá HVE, m.a. kvörtunar sérnámsgrunnlækna til mats- og hæfnisnefndar um gríðarlegt álag á HVE. Fór yfir samskipti sín við nefndina og fulltrúa Landspítala vegna málsins. Eins og staðan er núna þá er búið að fylla nokkurn vegin allar fjórar stöður sérnámsgrunnlækna þetta árið. Þá kom fram hjá honum að óskað yrði formlega eftir því að fjöldi sérnámsgrunnlækna verði aukinn.
Fjallaði um umsókn um að hér verði nám til að sérhæfa lækna í bæklunarskurðlækningum.
SES lagði til að sótt verði eftir því að HVE verið metið sem kennslusjúkrahús með samstarfssamningum við Landspítala eða hvort HVE verði í heild skilgreint formlega sem kennslustofnun.
Á HVE hefur alltaf verið fjöldi nema á hverju ári, sérnámsgrunnlæknar, hjúkrunarfræðingar á sjúkra- og heilsugæslusviði, sjúkraþjálfunarnemar, bæði á Akranesi og Stykkishólmi og fleira mætti telja.
Samþykkt að HVE taki upp samtal við ráðuneytið um að HVE verði metið sem kennslustofnun.
Áríðandi er að taka upp og eða uppfæra nemaskrá innan HVE.
- Málefni Silfurtúns
Rætt um málefni Silfurtúns og vandamál þar. HG leggur til að fjöldi rýma verði færð niður í ljósi vanmönnunar þar. Ítrekað hefur verið auglýst eftir starfsmönnum til starfa án árangurs.
Samþykkt að sótt verði eftir því til ráðuneytis að vistrýmum verði fækkað, mögulega tímabundið, í ljósi vanmönnunar og ástand húsnæðis.
- Mannauðsmál
Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar.
SÞS kynnti að Eva Rós Sveinsdóttir heilbrigðsgagnafræðingur hefur verið ráðinn sem deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar. Hún tekur við sem deildarstjóri þann 1. júní. SÞS og SES kynntu málið fyrir starfsmönnum deildarinar þar sem þessu var vel tekið.
Framkvæmdastjórn býður Evu Rós velkomna til starfsins.
Hoobla – sérfræðingar í tímabundinn verkefni.
SÞS fjallað um samskipti til Hoobla sem býður upp á yfir 600 sérfræðinga til tímabundinna verkefna.
Kara Connect
SÞS ræddi um vinnustofu Kara Connect þann 30. maí n.k.
Tölvudeild
Fram kom að bæta þurfi samskipti við tölvudeild vegna stærri verkefna, svo sem vegna innleiðingar á 1700 verkefninu.
Auðnast – samningur um sálfræðiþjónustu
Rætt um mögulegan samning við Auðnast um sálfræðiþjónustu, t.d. svo starfsmenn HVE geti gengið fyrir ef þörf er. Fram kom að samstarf hafi gengið vel.
Ólafsvík
HG sagði að búið væri að loka mönnun hjúkrunarfræðinga í Ólafsvík nú í sumar.
Næringarfræðingur á HVE
Aníta Sif Elídóttir hefur verið ráðinn sem næringarfræðingur í 25% stöðu. HG óskar eftir því að skoða verði hvort auka megi við þetta stöðuhlutfall.
- Sýkingavarnarnefnd HVE kemur til fundar kl 11:00
Fulltrúar sýkingavarnarnefndar, þau Guðrún Hróðmarsdóttir formaður, Anna Þóra Þorgilsdóttir, Ingi Karl Reynisson og Anna Signý Árnadóttir komu til fundarins.
GH sagði frá fundi á vegum embættis landlæknis fyrr á árinu um sóttvarnir sem hún sótti.
Fram kom að m.a. hafi verið fjallað um stóraukningu á MÓSA sýkingum á landinu, þá var fjallað um eftirlitskerfi með handþvotti starfsmanna, notkun á skarti og úrum og þess háttar. Einnig var fjallað um eftirlit með ræstingu og þrifum, sagði að hægt væri að kaupa tæki og strimla hjá Tandur til að fylgjast með þrifum, ATP mælir t.d. frá 3M.
Umræða var um bólusetningu starfsmanna og utanumhald þeirra, rík krafa er til þess að starfsmenn séu bólusettir. Gerðar verða nýjar verklagsreglur um bólusetningar starfsmanna, taka þarf upp aftur það kerfi að mæta á deildir og bólusetja starfsmenn í stað þess að starfsmenn þurfi að bóka tíma á heilsugæslu.
Rætt var um starfsmannafatnað og fleira.
Þörf er á að bæta skráningu stunguóhappa.
Rætt var um skráningu á spítalasýkingum, taka þurfi upp reglubundið eftirlit/úrtak og skráning á slíkum sýkingum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:55.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð .