Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 22. nóvember 2023 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ágeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.
Fundargerð frá 18. október 2023 samþykkt.
- Beiðni frá ÞÍH um aðgang að gögnum Sögu-gagnagrunns.
Lögð fram beiðni frá ÞÍH um aðgang að gögnum úr Sögu-gagnagrunni, dags. 16. janúar 2023.
Þar óskar ÞÍH eftir að verkefnisstjóri við greiningar og mælingar ÞÍH fái aðgang að Sögu-gagnagrunni HVE. Þessi aðgangur mun nýtast annars vegar til að taka út gögn í þágu rannsókna sem háð er leyfi sjúkraskrárhaldara, Vísindasiðanefndar og Vísindanefndar HH og HÍ. Hins vegar verða tekin út gögn í þágu gæðaþróunar sem mun fara fram með beiðnakerfi og verður háð leyfi forstöðumanns ÞÍH.
Fram kemur í erindinu að í öllum tilfellum verður unnið með ópersónugreinanleg göng.
Rætt um málið.
SES falið að ganga frá erindinu.
- Ósk um samstarf við verkefnið; Fjöþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa í sveitarfélögum.
Lagt fram erindi frá Janus heilsuefling, dags. 16. nóvemeber 2023 varðandi mögulegt samstarf á sviði heilsutengdra forvarna fyrir eldri aldurshópa 60+ í Borgarbyggð.
RM fór yfir málefnið.
Umræða var m.a. um kostnað við blóðmælingar sem er langt umfram það sem fólk greiðir fyrir samkvæmt gjaldskrám, þ.e. ef stuðst er við gjaldskrá sjúkratrygginga.
Samþykkt að JFJ og RM fari á kynningarfund þann 30. nóvember n.k., verður skoðað frekar eftir þá kynningu.
- Nýsköpunarvogin – könnun.
Fundarmenn svöruðu könnun á vegum fjármálaráðuneytis, Nýsköpunarvogin, sem unninn er í samstarfi við Háskóla Íslands. Niðurstöður eru notaðar til að rannsaka opinbera nýsköpun hér á landi.
- Gjöf frá Lionsklúbbi Akraness
JFJ sagði frá heimsókn meðlima Lionsklúbbs Akraness þann 21. nóvember. Klúbburinn afhenti gjafir til lyflækningardeildar og handlækningadeildar.
Lyflækningadeild fékk að gjöf blöðruspeglunartæki og lífsmarkamæli. Það voru þau Valdís Heiðarsdóttir deildarstjóri og Ingi Karl Reynisson yfirlæknir sem tóku við gjöfunum.
Handlækningadeild fékk að gjöf sárasugu. Fritz H. Berndssen yfirlæknir tók við gjöfinni.
JFJ ávarpaði fundinn og þakkaði fyrir gjafirnar.
- Endurnýjun á CT og tækjalisti næsta árs.
Rætt um endurnýjun á sneiðmyndtæki á næsta ári. Fram kom að áætlað kaupverð væri um 141,5 millj. króna, þá með 6 ára ábyrgði á búnaði, en um 100 m.kr. án ábyrgðar.
JFJ fjallaði um tækja- og búnaðarkaup almennt, t.d. að sett verði upp form til útfyllingar á beiðnum um endurnýjun og kaup á tækjum og búnaði.
- Mannauðsmál.
7.1 Málefni heilbrigðisgagnadeildar.
SES ræddi um málefnið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.
Fundur var með viðbragðsstjórn HVE í framhaldi af fundi framkvæmdastjórnar.
Teamsfundur með umsjónarmönnum staða kl. 13:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Ásgeir Ágeirsson, Aldís Olga Jóhannesdóttir, Hrefna Frímannsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Dagný Ósk Guðlaugsdóttir og Viktoría Sif Viðarsdóttir. Þá sat Oddný Eva Böðvarsdóttir fundinn, hún tekur við sem yfirhjúkrunarfræðingur í Borgarnesi þann 1. janúar 2024.
Dagskrá.
- Upplýsingar úr starfsemi.
JFJ fór yfir nokkur mál sem unnið hefur verið að undanfarið.
- Fjármál og rekstur.
ÁÁ fjallaði um rekstur ársins 2023 og áætlun HVE fyrir næsta ár.
- Framtíðarskipulag heilsugæsluþjónustu HVE og umbótaáætlun heilsugæslusviðs.
JFJ fór yfir tillögur Strategíu og stöðuna núna.
Umræða var um sameiginlega símaþjónustu á heilsugæslum, en fyrst var ráðist í verkefnið á Snæfellsnesi.
Þá var rætt um sameiginlegt símanúmer um lyfjaendurnýjun fyrir alla staði og/eða breytingu á fyrirkomulaginu. Umræða var um sameiginlegt vinnusvæði fyrir lækna, t.d. vinnulista vegna rannsókna og þess háttar.
Farið yfir mögulega skilgreiningu HVE í fjóra klasa og skilgreiningu á hlutverki rekstrarstjóra. Sérstaklega yrði horft á Snæfellsnesið til að byrja með. Fram kom að umsjónarmenn staða væru almennt ánægðir með þetta fyrirkomulagi.
Umræða var um frekari samræmingu og verklag á sameignlegum þjónustuþáttum á svæðinu, svo sem mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsugæslu og fleira.
SES ræddi um gæðamál á heilsugæslunni, t.d. með að hafa gæðaverði á stöðunum.
- Moodup og fleira frá mannauðsstjóra.
SÞS ræddi um Moodup.
Byrjaði á að fara yfir niðurstöður úr starfsánægjukönnun sem nýlega var gerð. Svarhlutfall var 79%.
Þá fjallaði hann um könnun á opnunartíma heilsugæslunnar á Snæfellsnesi, þar kom fram að 58% starfsmanna myndu kjósa að opnunartími væri frá 8 til 16 mánudaga til fimmtudag og frá kl. 8 til 12 á föstudögum.
Næsta starfsánægjukönnun verður þann 14. janúar 2024.
- Önnur mál.
HG ræddi um undirmönnun á heilsugæslunni í Stykkishólmi vegna veikindaforfalla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:55.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.