Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 26. mars 2025 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 19. mars 2025 lögð fram og samþykkt.

           

  1. Fjármál og rekstur.

Fjallað um fjármál og rekstur. Lagt fram yfirlit sem fjallað var um á fundi JFJ og ÁÁ með fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, þriðjudaginn 25. mars. Þar kom fram að halli af rekstri HVE í heild eftir janúar og febrúar næmi 102 m.kr. eða um 6,3% af nettó gjöldum. 67 m.kr. af þessum halla kemur til vegna áunnis orlofs, en sú fjárhæð er að jafnaði um 3,5 m.kr. á mánuði þegar allt árið er tekið. Halli er því um 40 m.kr. að frádregnu orlofi, eða 2,5%.

Umræða var um væntanlega innleiðingu á DRG hjá sjúkrasviðinu á Akranesi.

           

  1. Staða innleiðingar læknasamninga.

Rætt um stöðu á innleiðingu á samningum lækna, en nýir samingar taka gildi frá og með 1. apríl n.k.  Fram kom að innleiðingarvinna hafi í megin atriðum gengið eftir áætlun, en þó eigi eftir að hnýta einhverja lausa enda.  

 

  1. Heilbrigðisþjónusta við þolendur ofbeldis.

Lagt fram erindi HRN frá 18. mars s.l. varðandi heilbrigðisþjónustu við þolendur ofbeldis.   Þar kom m.a. fram að Landspítala hefi verið falið að stýra innleiðingu á sameiginulegu verklagi á aðrar heilbrigðisstofnanir landsins.  Stefnt að því að innleiðingu verði lokið síðar á þessu ári.

           

  1. Boðað verkfall sjúkraflutningsmanna.

Með bréfi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. mars s.l. er farið yfir boðað verkfall.   Verkfallið nær yfir alla þá starfsmenn sem starfa undir samningum við LSS.

           

  1. Reynslutími við ráðningar starfsmanna á HVE.

Rætt um lengingu á reynslutíma við ráðningu á starfsmönnum hjá HVE. 

Fram kom að aðrar heilbrigðisstofnanir hafa tekið upp þessi viðmið, þá hvetur starfsmannaskrifstofa Fjársýslunnar stofnanir til að taka upp þetta verklag.

Samþykkt að færa lengingu á reynslutíma við ráðningu í 6 mánuði.

Þá var umræða um texta í ráðningarsamningum, t.d. um þagnareyð.

           

  1. Kynning frá Pipar auglýsingarstofu vegna markaðsefnis, uppsetningu og utanumhald með vefmiðlum.

SÞS ræddi um samskipti sín við Pipar auglýsingastofu vegna markaðsefnis og uppsetningu og utanumhaldi á vefmiðlum.   Snýst um almannatengsl, textagerð, framleiðslu efnis og SoME færslur.  

Verður skoðað frekar.

           

  1. Stjórnendafræðsla – kynning eftir fund með Dale Carnegie.

 SÞS fjallaði fund sinn með Dale Carnegie. um stjórnendafræðslu fyrir millistjórnendur hjá HVE.  Þjálfunarlausnin felur í sér þjálfun fyrir millistjórnendur sem færir þeim verkfæri til að eiga jákvæð og uppbyggjandi samskipti sem auka virkni, traust og samvinnuvilja.

SÞS mun skoða aðra aðila sem bjóða upp á stjórendafræðslu að auki.

           

  1. Fræðsluáætlun út frá vinnu með Akademias.

SÞS fór yfir drög að fræðsluáætlun fyrir alla starfsmenn frá Akademias og sýndi þá möguleika sem eru í boði hjá Learncove.

           

  1. Endurskoðun verklagsreglu um námskeið í bráðatilvikum.

Garðar Jónsson kom til fundar kl.10:30 og fjallaði um endurskoðun verklagsreglna um námskeið í bráðatilvikum.

Samþykkt að SES og HG fari yfir og komi með tillögur að uppfærðu skjali, GJ mun svo setja upp í gæðahandbók.

GJ óskaði eftir fund með framkvæmdastjórn á fimmtudagsmorgun kl.11:00 vegna skjala og málakerfisins.

 

Fundi frestað kl. 10:55 til kl. 10:00 þann 27. mars 2025.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.