Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 27. september 2023 kl. 9:00 á Akranesi.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Þura B. Hreinsdóttir og Sigurður Þór Sigursteinsson eru í orlofi.
Dagskrá.
1. Fundargerð frá 13. september 2023
Fundargerð frá 13. september 2023 lögð fram og samþykkt.
2. Fjárlagafrumvarp 2024, rekstraráætlun og stefnumótun ríkisaðila 2024-2026
Rætt ítarlega um fjárlagafrumvarp og rekstraráætlun fyrir árið 2024 ásamt stefnumótun ríkisaðila árin 2024 til 2026.
Fram kom að miðað við fjárlög næsta árs stefni í umtalsverðan niðurskurð og þá jafnframt skerðingu á þjónustu.
3. Silfurtún, undirbúningur við yfirfærslu
Fjallað um undirbúning vegna yfirfærslu á rekstri Silfurtúns frá Dalabyggð til HVE.
ÁÁ fór yfir stöðu mála.
4. Skurðstofuaðstaða – fyrirspurn frá HRN um aðstöðu fyrir brjóstaminnkunaraðgerðir Landspítala
Lögð fram fyrirspurn frá HRN um aðstöðu hjá HVE fyrir brjóstaminnkunaraðgerðir.
Þar leitar ráðuneytið eftir svörum um hvort á Akranesi sé svigrúm fyrir þannig aðgerðir. En fram kemur í erindinu að til skoðunar er að gera „skurk í brjóstaminnkunaraðgerðum“. Fram kemur að Landspítali kæmi með skurðlækni og sjúkling.
SES ræðir við Björn Gunnarsson um málið.
5. Upplýsingar frá heimsókn þróunarsviðs Landspítalans 20.september síðastliðin
Rætt um heimsókn Þróunarsviðs Landspítala þann 20. september s.l..
6. Miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli Evrópulanda – upplýsingar frá fundi EL
SES fjallaði um fund sinn með EL um miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli Evrópulanda. Meðal annars kom fram hjá honum að þessi tenging myndi opna fyrir sameiginlegar upplýsingar á landsvísu fyrir íslenska sjúklinga. SES er tilbúinn til að koma inn í samstarf við EL vegna málsins.
7. Mannauðsmál
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.