Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, föstudaginn 27. nóvember 2024 kl. 8:30.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson. Ásgeir Ásgeirsson var fjarverandi.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 15. nóvember 2024 lögð fram og samþykkt.
- Rekstur
Fram kom að búið er að senda inn þriggja ára áætlunina til ráðuneytis.
Rætt stuttlega um vinnu sem stendur yfir við frágang rekstraráætlunar 2025.
Fjáraukalög 2024 voru samþykkt á Alþingi 18.nóvember sl. en þar fékk HVE 160 m.kr. vegna liðskiptaaðgerða, til viðbótar þeim 270 m.kr. sem voru í fjárlögum 2024 vegna þjónustunnar.
Auk þess hefur stofnunin fengið 102 m.kr. vegna launabóta.
Nánar verður farið yfir reksturinn á næsta fundi.
- Gæðamál
Garðar Jónsson mætti til fundar til að ræða ýmislegt varðandi gæðamál á HVE.
Hann fór yfir stöðuna á undirbúningi við nýja gæðahandbók og sagði frá HACCP kerfi sem heilbrigðiseftirlit hefur bent á að þurfi að innleiða í eldhúsum til að tryggja matvælaöryggi. Að lokum kom hann inn á vinnu sem hefst fljótlega og snýr að ýmsum gæðaskjölum s.s. aðlögun starfsmanna, nýliðafræðslu og gæðaskjöl í bæklunarlækningum.
- Efling sjúklingaöryggis með aukinni þekkingu og færni
Rætt um norrænt málþing um eflingu sjúklingaöryggis sem haldið verður rafrænt 16. Desember.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40.
JFJ ritaði fundargerð.