Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 9:00.

Mættir:    Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð frá 19. apríl 2023, lög fram og samþykkt.

 

  1. Auglýsing um stöðu framkvæmdastjóra lækninga

Fjallað um auglýsingu á stöðu framkvæmdastjóra lækninga, en Þórir Bergmundsson mun láta af störfum í haust sökum aldurs.

Ein umsókn barst, frá Sigurði Einari Sigurðssyni.

Samþykkt að reyna að fá fund með Sigurði þann 19. maí 2023.  JFJ, ÁÁ og SÞS munu funda með honum.

 

  1. Framkvæmdir í Stykkishólmi

Rætt um framkvæmdir í Stykkishólmi sem hafa dregist fram úr hömlu, en verklok áttu að vera í júní 2022.   Fram koma hjá JFJ að afhenda eigi húsið innan hús 20. maí, stigahúsið verður klárað 15. til 20. júní og svo frágangur að utan í lok júlí. Ekki liggur fyrir hvenær frágangi á lóð norðan megin verði lokið.

Í ljósi mönnunar og fleira er ákveðið að færa starfsemina úr núverandi húsnæði þann 1. júlí.

 

  1. Samningur um myndgreiningaþjónustu

Rætt um mögulega endurnýjun á samningi um myndgreiningaþjónustu á milli HVE og Landspítala.   En Landspítalinn sagði upp samningum fyrir síðustu mánaðarmót.  Fundað hefur verið með framkvæmdastjóra myndgreiningardeildar Landspítala vegna málsins og Pétri Hannessyni,  á fundinum kom fram að nokkur bjartsýni er á hægt verði að endurnýja samninginn.

Stefnt er að funda aftur næstkomandi þriðjudag. ÁÁ og ÞB munu taka fundinn, en JFJ verður í orlofi.

 

  1. Aðgerðaráætlun í heilsugæslu

Farið yfir aðgerðaráætlun í heilsugæslu.

Rætt um sameiginlega símaþjónustu, en ákveðið er að frá 1. janúar 2024 verði eitt símanúmer fyrir alla staði, raunar verða öll núverandi símanúmer tengd saman í eitt.  Áður verður byrjað með Snæfellsnesið. Finna þarf aðila til að taka að sér verkefnistjórn.

Þá verður byrjað á að setja upp afgreiðslustand við Rannsóknadeildina á Akranesi til reynslu.

  1. Önnur mál
  • Mannauðsstjóri

SÞS sagði frá því hann hafi fundað með deildarstjórum á stærstu deildunum á Akranesi nú á sínum fyrstu þremur viku í starfi, hann er að stefna að fundum með öllum deildarstjórum á næstu vikum.    Hann mun svo einbeita sér að viðverustefnu, Moodup vegna starfsánægju starfsmanna og skipulag á móttöku nýrra starfsmanna á næstu misserum.  SÞS nefndi líka að hann vildi gjarnan vera einn dag í viku inni á sjúkrahúsinu á Akranesi.

  • Yfirlæknir Lyflækningadeildar

ÞB upplýsti að Stefán Þorvaldsson sem verið hefur í leyfi frá störfum sem yfirlæknir hyggst ekki taka við stöðu sinni aftur. En hann hefur boðist til að starfa sem sérfræðilæknir í hlutastöðu ásamt vöktum.

Fram koma að mikil ánægja væri með störf skipaðs yfirlæknis, Inga Karls Reynissonar.  En auglýsa þarf stöðuna, skilyrði verður að viðkomandi sé sérfræðingur í almennum lyflækningum.

 

  1. Samþykkt fundargerðar

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.