Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Þórir Bergmundsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 19. apríl 2023, lög fram og samþykkt.
- Auglýsing um stöðu framkvæmdastjóra lækninga
Fjallað um auglýsingu á stöðu framkvæmdastjóra lækninga, en Þórir Bergmundsson mun láta af störfum í haust sökum aldurs.
Ein umsókn barst, frá Sigurði Einari Sigurðssyni.
Samþykkt að reyna að fá fund með Sigurði þann 19. maí 2023. JFJ, ÁÁ og SÞS munu funda með honum.
- Framkvæmdir í Stykkishólmi
Rætt um framkvæmdir í Stykkishólmi sem hafa dregist fram úr hömlu, en verklok áttu að vera í júní 2022. Fram koma hjá JFJ að afhenda eigi húsið innan hús 20. maí, stigahúsið verður klárað 15. til 20. júní og svo frágangur að utan í lok júlí. Ekki liggur fyrir hvenær frágangi á lóð norðan megin verði lokið.
Í ljósi mönnunar og fleira er ákveðið að færa starfsemina úr núverandi húsnæði þann 1. júlí.
- Samningur um myndgreiningaþjónustu
Rætt um mögulega endurnýjun á samningi um myndgreiningaþjónustu á milli HVE og Landspítala. En Landspítalinn sagði upp samningum fyrir síðustu mánaðarmót. Fundað hefur verið með framkvæmdastjóra myndgreiningardeildar Landspítala vegna málsins og Pétri Hannessyni, á fundinum kom fram að nokkur bjartsýni er á hægt verði að endurnýja samninginn.
Stefnt er að funda aftur næstkomandi þriðjudag. ÁÁ og ÞB munu taka fundinn, en JFJ verður í orlofi.
- Aðgerðaráætlun í heilsugæslu
Farið yfir aðgerðaráætlun í heilsugæslu.
Rætt um sameiginlega símaþjónustu, en ákveðið er að frá 1. janúar 2024 verði eitt símanúmer fyrir alla staði, raunar verða öll núverandi símanúmer tengd saman í eitt. Áður verður byrjað með Snæfellsnesið. Finna þarf aðila til að taka að sér verkefnistjórn.
Þá verður byrjað á að setja upp afgreiðslustand við Rannsóknadeildina á Akranesi til reynslu.
- Önnur mál
- Mannauðsstjóri
SÞS sagði frá því hann hafi fundað með deildarstjórum á stærstu deildunum á Akranesi nú á sínum fyrstu þremur viku í starfi, hann er að stefna að fundum með öllum deildarstjórum á næstu vikum. Hann mun svo einbeita sér að viðverustefnu, Moodup vegna starfsánægju starfsmanna og skipulag á móttöku nýrra starfsmanna á næstu misserum. SÞS nefndi líka að hann vildi gjarnan vera einn dag í viku inni á sjúkrahúsinu á Akranesi.
- Yfirlæknir Lyflækningadeildar
ÞB upplýsti að Stefán Þorvaldsson sem verið hefur í leyfi frá störfum sem yfirlæknir hyggst ekki taka við stöðu sinni aftur. En hann hefur boðist til að starfa sem sérfræðilæknir í hlutastöðu ásamt vöktum.
Fram koma að mikil ánægja væri með störf skipaðs yfirlæknis, Inga Karls Reynissonar. En auglýsa þarf stöðuna, skilyrði verður að viðkomandi sé sérfræðingur í almennum lyflækningum.
- Samþykkt fundargerðar
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:35
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.