Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 29. janúar 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 15. janúar lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur.
Rætt um fjármál og rekstur.
Fram kom að fengist hafi framlag að fjárhæð 88 m.kr. í launabætur vegna kjarasamninga lækna og hjúkrunarfræðinga. En áður hafði þó heilbrigðisráðuneytinu verið kynnt, að fyrrnefndir kjarasamningar hefðu um 100,4 m.kr. kostnaðaraukningu á síðasta ári hjá HVE.
- Starfsemisupplýsingar.
JFJ fór yfir starfsemisupplýsingar fyrir ársskýrslu ársins.
- Samstarfsyfirlýsing HVE og SSV – drög frá SSV.
Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsing á milli HVE og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar kemur fram að HVE og SSV munu í samstarfi vinna að því að laða að aukinn mannauð og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðum valkosti fyrir sérfræðinga og annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
Framkvæmdastjórn mun fara yfir drögin og taka til efnislegrar umfjöllunar á næsta fundi.
- Niðurstöður úr Moodup könnun 15. janúar 2025.
SÞS fór yfir niðurstöður könnunarinnar.
Þá kom fram að HVE hafi fengið viðurkenningu frá Moodup sem vinnustaður í fremstu röð.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands er vinnustaður í fremstu röð 2024
Heilbrigðisstofnun Vesturlands er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2024.
Skilyrðin eru þrjú talsins: 1) Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi, 2) bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar, og 3) ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.
Með því að uppfylla þessi skilyrði hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, sýna í verki að álit þess skiptir máli, og ná árangri þegar kemur að því að auka og viðhalda hárri starfsánægju.
Viðurkenningin staðfestir þannig að Heilbrigðisstofnun Vesturlands hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi.
- Fundur mannauðsstjóra með auglýsingastofu vegna ímyndarvinnu / markaðssetningar o.fl.
SÞS fór yfir fund sinn með auglýsingastofu vegna ímyndarvinnu og markaðsvinnu fyrir HVE í heild ásamt einstaka starfsstöðvum. Fram kom hjá honum að þetta gæti verið kjörið tækifæri í tengslum við samstarf við SSV.
Von er á tilboði og tillögu frá auglýsingastofunni til skoðunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45.
Ásgeir Á ritaði fundargerð.