Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 9:00.

 

Mættir:   Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar.

Fundargerð frá 22. nóvember 2023 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál

Fjallað um rekstur og rekstraráætlun fyrir árin 2023 og 2024.

Fram kom í máli ÁÁ að miðað við afkomuspá núverandi árs er gert ráð fyrir um 223 m.kr. halla og að miðað við „óbreytta“ starfsemi á næsta ári stefnir í um 544 m.kr. halla skv. drögum að áætlun.  Lækkar þó í um 313 m.kr. takist að gera 320 liðskiptaaðgerðir innan átaks, samtals 430 talsins.   Af þessum 313 m.kr. gera drög áætlunar ráð fyrir að halli af heilsugæslusviði nemi um 237 m.kr., halli af sjúkrasviði er þannig 31 m.kr. og 53 m.kr. af hjúkrunarsviði.  Eftir er að meta endanlegt vægi Silfurtúns í þessa áætlun. 

 

  1. Skjáborð um fjölda rúma – uppfærðar upplýsingar – erindi frá HRN

Lögð fram samantekt um fjölda rýma hjá HVE sbr. erindi frá HRN.  

 

  1. Erindi til framkvæmdastjórnar í kjölfar fundar um liðskiptaaðgerðir.

Lagt fram erindi til framkvæmdastjórnar frá fundi hóps um liðskiptaaðgerðir, dags. 17. nóvember 2023.

Framkvæmdastjórn fór yfir þessa punkta.

Umræða var um þjónustu bæklunarlækna á slysadeild, hvort ekki sé tímabært að bæklunarlæknar veiti slíka þjónustu, svo brotaþjónustu og fleira.

 

  1. Starfsreglur fagráðs og fundur 28.11.23

Rætt um og lagðar fram starfsreglur fagráðs og fundargerð frá 28. nóvember 2023.

Framkvæmdastjórn samþykkir starfsreglunnar.

 

  1. Önnur mál
  • Fæðinga- og kvensjúkdómadeild – læknisþjónusta.

Fjallað um vaktþjónustu og fjölda kvenlækna, athuga hvort sé mögulegt að ráða inn 50% lækni til viðbótar, m.a. til að létta á vaktbyrgði og fjölga móttökutímum kvenlækna.

Málefnið rætt.

  • Þjónusta bæklunarlækna.

ÁÁ upplýsti um erindi bæklunarlæknis um aukna þjónustu skurðsjúklinga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50.

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.