Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 23. október 2024 kl. 9:00.

 

Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 16. október 2024 lögð fram og samþykkt.

  1. Fjármál og rekstur.

Rætt um fjármál og rekstur.  Rekstrarniðurstaða janúar til september nemur nú um 350 m.kr. en fer í undir 200 m.kr. ef fjöldi liðskiptaaðgerða og kvensjúkdómaaðgerða verður samkvæmt áætlun.   

Niðurstaða hvers sviðs var skoðuð.

Þá var umræða  um Silfurtún í Búðardal, en mikil vöntun er þar á starfsmönnum og heimilið raunar að verða órekstrarhæft.  Nú eru þar 10 vistmenn.  Umræða var um starfsmannamál þar almennt.

HVE barst viðurkenning frá Orkustofnun vegna vegferðar í orkuskiptum vegna innleiðingar á rafbílum fyrir stofnunina.

  1. Mönnun og álag á kvennadeild.

Fjallað um mönnun og álag á kvennadeild. 

Fram kom hjá HG að hún hafi átt fundi og samtöl við ljósmæður.   En ljósmæður eru óánægðar með að álagsflokkur sem þær hafi haft undanfarin tvö ár vegna undirmönnunar hafi fallið niður þar sem mönnun er nú talin því sem næst viðunandi. 

Lagðar voru fram tölur janúar til 15. október um fjölda fæðinga.  Þetta tímabil eru 229 fæðingar. 

Fjöldi fæðinga pr. dag eru eftirtaldar:

Af 290 dögum voru engar fæðinga í 123 daga en fæðingar voru 167 daga. (1.jan-15.okt)

Samkvæmt þessu eru 10 dagar á ári sem fæðingar eru fleiri en 2 á sólarhring, þ.e. 3 eða 4 fæðingar.

Fundarmenn sammála um að ekki sé grundvöllur fyrir greiðslu á álagsflokki núna, enda fái ljósmæður nú þegar greidda eina klst. í yfirvinnu samkvæmt stofnanasamningi þegar þær eru einar á vakt, til að mæta þessu álagi.

Umræða var um mönnunarmódel á legudeildum.  Samþykkt að skoða núgildandi mönnunarviðmið legudeilda.

  1. Erindi frá HRN. Innleiðing farsældar barna – ný handbók, lagt fram.

Handbók farsældar – Innleiðing farsældarlaganna á landsvísu lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.