Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 30. október 2024 kl. 8:30
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Samþykkt síðustu fundargerðar.
Fundargerð frá 23. október 2024 lögð fram og samþykkt
- Fjármál og rekstur.
Rætt um fjármál og rekstur. Rekstrarniðurstaða janúar til september er nú neikvæð um 350 m.kr. og drög að útkomuspá gerir ráð fyrir svipaðir niðurstöðu.
Farið ítarlega yfir helstu orsakir þessara stöðu. Stærsti einstaki hlutinn er vanfjármögnun sjúkraflutninga á heilsugæslusviði og í heimahjúkrun. Á sjúkrasviði eiga veikindi starfsmanna stóran þátt í hallanum, ásamt því að margir fastir kostnaðarliðir hafa hækkað mjög mikið á milli ára. T.d. rannsóknakostnaður hjá Landspítala vegna hækkunar á einingaverði, hækkun á húsleigu hjá Ríkiseignum, hækkun á rafmagni, hita, matvöru og fleira. Þessi atriði telja allt að 80 til 100 m.kr. hækkun á milli ára. Hjúkrunarsviðið er á ágætu jafnvægi, m.a. vegna auka framlags sem fékkst til rekstar.
JFJ og ÁÁ áttu fund með fulltrúum fjármálasviðs Heilbrigðisráðuneytis vegna rekstrarmálefna frá kl. 10 til 10:45. Þar var farið yfir rekstrarstöðuna og helstu orsakir. Þar kom fram að von væri á uppfærslu á launabótum vegna hækkana á þessu ári.
- Niðurstöður úr nýjustu Moodup könnun og nýjir möguleikar varðandi kannanir.
SÞS fór yfir nýjustu Moodup könnunina og nýjar kannanir sem eru í boði á þeim vettvangi.
- Staða í Learn Cove / Akademias vinnunni og næsta skref.
SÞS kynnti Learn Cove og hluta þeirra námskeiða sem eru í boði þar fyrir stjórnendur og starfsmenn.
- Hugmyndir um meiri sjálfvirkni við komu nýrra starfsmanna.
SÞS fór yfir möguleika um meiri sjálfvirknivæðingu við komu nýrra starfsmanna. Kynnti hugbúnað sem er í boði hjá 50skills. Fram kom að mjög margir möguleikar væru til staðar til fyrir sjálfvirknivæðingu í starfsmannahaldi.
- Staða á hjúkrunarheimilinu Silfurtúni.
HG fór yfir mönnun á Silfurtúni núna, en þar eru nú 8,2 stöðugildi en það þyrftu að lágmarki 10 stöðugildi, 3 á dagvakt, 2 á kvöldvakt og 1 á næturvakt hverju sinni. Nauðsynlegt er að fá fleiri starfsmenn. JFJ sagði frá því að hún hefði átt samtal við sveitastjórann í Dalabyggð vegna málsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.