Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 9:00 á Akranesi.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Sigurður Þór Sigursteinsson, Þórir Bergmundsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Dagskrá.
- Fundargerð frá 23. maí 2023.
Fundargerð frá 23. maí 2023 lögð fram og samþykkt.
- Rekstur og starfsemi.
Fjallað um rekstur og starfsemi.
ÁÁ fór yfir rekstur fyrir tímabilið janúar til apríl 2023. Fram kom að halli að teknu tilliti til tilfærslna næmi um 44 m.kr. í heild, eða 1,7% af tekjum.
Heilsugæslusviðið er nú innan fjárheimilda en neikvæð afkoma er á sjúkrasviði, 46 m.kr. og á hjúkrunarsviði, 24 m.kr. Á sjúkrasviði eru tekjur t.d. um 35 m.kr. lægri en áætlun vegna þess að ekki hefur tekist að ná áætluðum fjölda liðskiptaaðgerða. Þá hefur orðið til mikill aukakostnaður á hjúkrunarsviðinu vegna þess að nú rekum við hjúkrunarsvið utan okkar húsnæðis í Stykkishólmi þar sem húsnæðið þar er ekki tilbúið, átti að vera tilbúið í júní á síðasta ári. Þetta hefur í för með sér að áætluð samlegðaráhrif hafa ekki skilað sér.
Rætt um málefnið og farið yfir helstu rekstrarþætti. Þá var umræða um sameiningar deilda og skipulag í sumar.
- Samræming á móttöku fórnarlamba kynferðisofbeldis á landsvísu.
Rætt um samræmingu á móttöku fórnarlamba kynferðisofbeldis á landsvísu. Fram kom að í raun væri verklag hjá HVE að fórnarlömb eru send á sérstaka móttöku á Landspítala vegna nýrra mála.
ÞBH fór yfir málið, sagði að það þurfi þó að uppfæra heimasíðu og gæðahandbók um hvert þolendur eigi að leita, t.d. vegna mála sem eiga sér lengri sögu.
Fyrirhugaður er fundur á vegum ríkislögreglustjóra um þróun um samræmingu á forvörnum og fræðslu við ofbeldi.
Unnið verður að málinu.
- Önnur mál.
- Sameiginleg símsvörun á Snæfellsnesi og fleira.
SÞS sagði frá samskiptum sínum við starfsmann um mögulegt sérverkefni er lítur að sameiginlegri símsvörun. Niðurstaða mun liggja fyrir í næstu viku.
Rætt var um afleysingar í móttöku í Grundarfirði.
Þá var rætt um endurnýjun lyfja um síma.
- Stytting vinnuviku / betri vinnutími.
Rætt um styttingu vinnuvikunar í dagvinnu, en umtalsverð vandamál hafa verið vegna þessa. En umræða var um hvort ekki ætti að gefa út ákveðna línu fyrir alla starfsmenn og starfsstöðvar HVE, t.d. að allir hætti 15:12 eða t.d. á hádegi alla föstudaga.
- Skipulag heimsókn á heilsugæslur HVE.
JFJ fór yfir skipulag heimsókna. Heimsóknir verða skráðir í dagbók fulltrúa framkvæmdastjórnar.
- Samþykkt fundargerðar.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.