Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 5. október 2023 kl. 13:00
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir, Þura B. Hreinsdóttir og Sigurður Þór Sigursteinsson. Ásgeir Ásgeirsson í orlofi.
Dagskrá.
- Fundargerð frá 27. september 2023.
Fundargerð frá 27. september 2023 lögð fram og samþykkt.
- Fjárlagafrumvarp 2024 og heimsókn fulltrúa HRN
Rætt um fjárlagafrumvarp og undirbúning fyrir rekstraráætlun fyrir árið 2024.
Sagt frá heimsókn skrifstofu fjárlaga og innri þjónustu í HRN þeirra; Runólfs B. Leifssonar skrifstofustjóra, Guðmanns Ólafssonar, sérfræðings og Heiðu L Baldvinsdóttur sérfræðings. Með þeim var einnig Jón Magnús Kristjánsson sérfræðingur á skrifstofu ráðuneytisstjóra.
Miðað við drög að fjárlögum þá er niðurskurðarkrafa á sjúkra- og heilsugæslusvið en ekki á hjúkrunarsvið.
Samtal er í gangi við HRN.
Umræður um fjármál, ný verkefni og mönnun.
- Fyrirspurn frá HRN um aðstöðu fyrir brjóstaminnkunaraðgerðir – niðurstaða skoðunar HVE
SES var falið að ræða við Björn Gunnarsson um málið.
Málið er í ferli, BG falið að ræða við sitt fólk á skurðstofunni sem og skoða málið með legudeildinni.
SES kom inná að betri upplýsingar vanti um ýmis atriði, t.d. hversu margir þyrftu mögulega að liggja inni.
- Vinna við úrbótaráætlun fyrir heilsugæslu og verkefnið í heilsugæslu
Fjallað um Teamsfund sem haldinn var með yfirmönnum heilsugæslustöðva 28. september þar sem farið var yfir tilmæli frá EL. Hulda tók saman fundarpunkta, samantektin skoðuð og rædd.
SÞS ræðir símsvörunarverkefnið, hvað hefur komið uppá og hvernig hefur gengið að laga það. Hann mun segja betur frá verkefninu á næsta framkvæmdastjórnarfundi. Brýnt er að finna nýjan verkefnastjóra fyrir áframhaldandi símsvörunarverkefni heilt yfir á HVE.
- Heimsókn VELTEK og Nordic Access á HVE 4. október.
SES sagði frá heimsókninni og skildi eftir hjá fundarmönnum hvort þetta sé eitthvað sem við viljum taka þátt í og vera aðilar að.
Um verkefnið: Nordic Innovation fjármagnaði verkefnið One-Stop-Funnel for testing. Verkefninu er stýrt af Árósaborg í Danmörku, Region Västerbotten í Svíþjóð og Arnora Oy í Finnlandi. Afrakstur þessa þriggja ára langa verkefnis verður Nordic Access-þjónusta sem kynnt verður á almennum markaði vorið 2025. Á meðan verkefnið og þróunarstigið stendur yfir er þjónusta Nordic Access ókeypis fyrir alla áhugasama. Nordic Access tengir saman heilbrigðistækni- og MedTech-fyrirtæki við prófunaraðila þvert á Norðurlöndin. Nordic Access Board leggur mat á lausnir þeirra fyrirtækja sem taka þátt og beinir þeim til hentugra samstarfsaðila á öllum Norðurlöndunum. www.arnora.com/projects/nordic-access
- Mannauðsmál
Sagt frá undirbúningi vegna yfirfærslu á rekstri Silfurtúns frá Dalabyggð til HVE. Í síðustu viku var væntanlegum starfsmönnum, 11 manns, sendir ráðningasamningar.
- Landsamband heilbrigðisstofnana – tölvupóstur
Erindi frá LH um 4. grein. „Stjórn LH óskar eftir því við framkvæmdarstjórnir aðildarfélaga að umrædd 4. grein verði tekin til umræðu sem undirbúningur fyrir aðalfund félagsins þar sem ráðgert er að fjalla um og leggja fram drög að breytingum á samþykktum félagsins sem snúa að því hverjir eiga að hafa aðild að LH.“
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40
Þura B. Hreinsdóttir ritaði fundargerð. Þá síðustu sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á HVE.