Fundur haldinn hjá framkvæmdstjórn HVE, föstudaginn 16. júní 2023 kl. 9:00 á Akranesi. Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Þura B. Hreinsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Þórir Bergmundsson og Ásgeir Ásgeirsson. Sigurður Þór Sigursteinsson er í orlofi.
Dagskrá:
1. Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar á HVE
Þura B. Hreinsdóttir hefur skilað inn uppsögn á starfi sínu þar sem að hún fer til starfa hjá Félags- og vinnumálaráðuneytinu að verkefninu „Gott að eldast“. Fram kom í máli ÞBH að hún geri ráð fyrir að geta starfað hjá HVE til 31. október 2023 þó uppsagnarfrestur sé til og með 30. september.
Framkvæmdastjórn óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar verður auglýst á næstu dögum.
2. Staða deildarstjóra á hjúkrunardeild HVE í Stykkishólmi
Kristín Hannesdóttir hefur sagt upp starfi sínu frá 30. apríl, tekur gildi frá og með 31. júlí n.k..
Samið hefur verið við Þórnýju Öldu Baldursdóttir núverandi deildarstjóra sjúkradeildarinnar í Stykkishólmi um að hún verði jafnframt deildarstjóri hjúkrunardeildar til 31. mars 2024, þá mun Hildur Lára Ævarsdóttir verða aðstoðardeildarstjóri sama tímabil.
3. Framtíðarverkefni heilsugæslu og fundir með heilsugæslustöðvum
Rætt um framtíðarverkefni heilsugæslunnar og fundi með heilsugæslum. Fram kom að fundað hafi verið með starfsmönnum heilsugæslunnar í Ólafsvík og Grundarfirði í gær, 15. júní 2023.
4. Þjónustukönnun ríkisstofnanan 2023 – niðurstöður
JFJ sagði frá kynningu sem hún fór á hjá fjármálaráðuneytinu um þjónustukannanir ríkisstofnana árið 2023. Lagðar voru fram niðurstöðurnar og verða þær jafnframt kynntar starfsmönnum. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/
5. Mannauðsmál
Rædd var könnun á starfsánægju sem send var til starfsmanna en hafði ekki átt að fara fyrr en að kynningu lokinni.
ÞB sagði frá því að erfiðlega hafi gengið að manna dagana 2. júlí til 13. júlí í Ólafsvík en nú hefur tekist að manna 2. júlí til 6. júlí svo þarna er ein vika sem eftir stendur. Fram kom að það verður læknir í Grundarfirði þessa viku.
Rætt um skipulag liðskiptaaðgerða.
6. Írskir dagar á Akranesi
Rætt um Írska daga á Akranesi og lagt fram minnisblað frá sjúkraflutningum vegna málsins eftir fundi með sjúkraflutningum, slökkviliði og lögreglu þann 6. júní s.l..
Sjúkraliði eða hjúkrunarfræðinemi verða á vakt frá kvöldi föstudags til laugardagsmorguns og einnig kvöldi laugardags til sunnudagsmorguns.
7. Hlé á formlegum fundum framkvæmdastjórnar vegna sumarleyfa
Hlé verður á formlegum fundum framkvæmdastjórnar vegna sumarleyfa til 16. ágúst 2023.
8. Samþykkt fundargerðar
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:03
Ásgeir Ásgeirsson ritaði fundargerð.