Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 3. desember 2025 kl. 9:00.
Mættir: Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir, Sigurður E. Sigurðsson og Ásgeir Ásgeirsson.
DAGSKRÁ
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð frá 26. nóvember lögð fram og samþykkt.
- Fjármál og rekstur
Fjallað um fjármál og rekstur.
Umræða var um rekstur og framlegð á skurðsviði.
- Tæki og búnaður
Rætt um óskir um tækja- og búnaðakaupa.
Rannsókn óskar eftir kaupum á hugbúnaði fyrir sjálfvirkni fyrir blóðkornateljara (statustæki), svo kallað autovalidation. Í dag þarf lífeindafræðingur að samþykkja alla statusa en með þessari lausn samþykkir kerfið sjálfkrafa niðurstöður sem eru innan marka.
Umræða var um blóðgastæki á C-deild, það tæki er komið verulega til ára sinna. Nýtt slíkt tæki kostar um 2 til 2,5 m.kr. með um 600 þús. kr. rekstrarkostnaði á ári. Hins vegar kom fram að á rannsóknadeild væri nánast nýtt og vandað tæki sem getur annað þessu. Fram kom að notkun tækis á C-deild væri á bilinu 5-8 skipti á mánuði.
Samþykkt að skoða tækjakaup vegna rannsókna í heild, t.d. kaup á tækjabúnaði sem mælir ákveðnar rannsóknir á staðnum sjálfvirkt.
Rætt um innleiðingu á Dalacare fyrir heimaþjónustuna á Hvammstanga. Gerður verður samningur til eins árs vegna þessa. Húnaþing vestra mun greiða 50% af þeim samningi. Árlegur kostnaður er um 500 þús. á ári.
Þá var fjallað um mögulega innleiðingu á Vöku og eða frekari innleiðingu á Heilsuveru. Samþykkt að SES og HG skoði málið.
- Erindi frá hjúkrunarstjórnendum HVE Akranesi
Lagt fram erindi frá hjúkrunarstjórnendum á legudeildum og heilsugæslunni á Akranesi, dags. 18. nóvember 2025. Þar óska deildarstjórar eftir að ráðinn verði félagsráðgjafi við stofnunina.
Rætt um málefnið, þá skal því haldið til haga hér í fundagerð að ítrekað hafi komið beiðnir frá heilsugæslunni í Borgarnesi um sama atriði.
Samþykkt að fela HG að vinna greiningu á verkefnum/starfslýsingu fyrir félagsráðgjafa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:07.
Ásgeir Á. ritaði fundargerð.