Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 19. nóvember 2025 kl. 9:00

 

Mættir:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Vilborg Lárusdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.  Sigurður E. Sigurðsson forfallaðist.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerðir frá 12. og 14. nóvember 2025 lagðar fram og samþykktar.

 

  1. Fjármál og rekstur

Rætt um fjármál og rekstur og fjallað um stöðu áætlunar.

Framlag að fjárhæð 5,5 m.kr. til farsældar barna á árinu 2025.

Farið yfir gjaldskrá mötuneytis, hún uppfærð og samþykkt.

Rætt um heilsustyrk til starfsmanna.  Samþykkt að heilsustyrkur fari í kr. 25.000,- pr. starfsmann m.v. 80 til 100% föstu starfi.  Skerðist síðan í samræmi við stöðuhlutfall starfsmanns.

Ofangreindar breytingar taka gildi frá 1. janúar 2026.

 

Lögð fram leiðbeinandi tilmæli um greiðslu á orlofsfé þegar greidd er föst yfirvinna allt árið, dags. 19. ágúst 2025.

 

  1. Samskiptasáttmáli

Vilborg mannauðsstjóri fjallaði um samskiptasáttmála starfsmanna. Fram kom að hún var í sambandi við Attentus vegna málsins.

Samþykkt að skipa rýnihóp þvert á starfsstöðvar og eftir sviðum /svæðaskilgreiningu til að vinna að endanlegum samskiptasáttmála.  Mannauðsstjóri og gæðastjóri munu hafa umsjón með gerð sáttmálans.

Áður geta allir starfsmenn HVE fá tækifæri til að koma með ábendingar og tillögur í gegnum forms.

 

  1. Gott að eldast – bókun stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 27. okt. s.l

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Höfða frá 12. nóvember 2025.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.