Fundur haldinn hjá framkvæmdastjórn, miðvikudaginn 11. desember 2024 kl. 9:00.

 

Mættir:          Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Hulda Gestsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Sigurður Þór Sigursteinsson og Ásgeir Ásgeirsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Samþykkt síðustu fundargerðar.

Fundargerð frá 4. desember 2024 lögð fram og samþykkt.

 

  1. Fjármál og rekstur.

Rætt um fjármál og rekstur.

 

  1. Sjálfsmatsúttekt fyrir embætti landlæknis, lagt fram.

Lagt fram erindi Fjarskiptastofu, dags. 6. desember 2024.  Þar er boðað sjálfsmat hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í samræmi við lágmarkskröfur samkvæmt reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu nr. 866/2020. 

 

Fjarskiptastofa og embætti landlæknis hafa gert með sér samkomulag um framkvæmd verkefnisins. Tengiliður EL mun vera með á öllum formlegum samskiptum, tengiliður HVE hefur verið skipaður og er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson yfirmaður tölvumála HVE. 

 

Fyrsti fundurinn verður haldin í dag kl. 11:00.

 

  1. Kjarasamningar lækna.

Rætt um kjarasamning lækna, en þessa dagana eru læknar að kjósa um hvort samningurinn verði samþykktur, lýkur föstudaginn 13. desember.   SES fór yfir helstu breytingar á samningi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30

Ásgeir Á. ritaði fundargerð.